Blaðaljósmyndir ársins verðlaunaðar

mbl.is/hag

Ljósmyndarar Morgunblaðsins hrepptu sjö af tíu verðlaunum sem veitt voru á árlegri ljósmyndasýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands í dag. Kristinn Ingvarsson á mynd ársins 2008 en hún sýnir Davíð Oddsson, fyrrverandi bankastjóra Seðlabankans og Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, ganga af fundi blaðamanna þar sem yfirtaka ríkisins á Glitni var kynnt. Kristinn Ingvarsson var einnig verðlaunaður fyrir myndröð ársins 2008.

Sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands opnaði í Gerðarsafni klukkan þrjú í dag. Þar veitti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands verðlaun í tíu flokkum.

Eins og áður segir á Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, mynd ársins. Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins á fréttamynd ársins, Golli, ljósmyndari Morgunblaðsins á íþróttamynd ársins, skoplegustu mynd ársins og var einnig verðlaunaður fyrir mynd í flokknum daglegt líf. Júlíus Sigurjónsson á Morgunblaðinu tók portrettmynd ársins, Vera Pálsdóttir, ljósmyndari hjá Birtíngi tók tímaritamynd ársins og umhverfismynd ársins. Guðmundur Rúnar Guðmundsson á Morgunblaðinu tók að mati dómnefndar þjóðlegustu mynd ársins. Verðlaun fyrir myndröð ársins 2008 fékk Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu. Í röðinni er að finna myndir frá bankahruninu í haust og ýmsu því tengt.

Dómnefndina skipuðu þau Anna Fjóla Gísladóttir, kennari og ljósmyndari, Bára Kristinsdóttir ljósmyndari, Ingi R. Ingason kvikmyndatökumaður, Pétur Thomsen ljósmyndari og Valgerður Jóhannsdóttir Aðjúnkt við Háskóla Íslands í blaða- og fréttamennsku.

Kvikmyndatökumenn taka nú þátt í sýningunni í Gerðarsafni í fyrsta sinn. Fréttamyndir þeirra eru sýndar á skjám á sýningunni. Á neðri hæð safnsins sýnir Jim Smart myndir frá þrjátíu ára ferli sínum. Sýningin stendur yfir í Gerðarsafni til 3 maí. Aðgangur er ókeypis og er opið frá ellefu til fimm.

Kristinn Ingvarsson tekur við verðlaunum sínum.
Kristinn Ingvarsson tekur við verðlaunum sínum. mbl.is/hag
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan