Var Hrói höttur ótíndur glæpamaður?

Stytta af Hróa hetti í Nottingham.
Stytta af Hróa hetti í Nottingham.

Breskur sagnfræðingur segist hafa fundið vísbendingar um, að Hrói höttur hafi ekki verið jafn vinsæll meðal enskrar alþýðu og þjóðsögur um hann gefi til kynna. Þvert á móti hafi hann verið ótíndur glæpamaður sem hafi farið um rænandi og ruplandi.

Julian Luxford segist hafa fundið athugasemd þessa efnis skrifaða á spássíu fornar sagnfræðibókar. 

Ef trúa á þjóðsögunum var Hrói höttur uppi á 13. öld og hélt sig í Skírisskógi við Nottingham ásamt mönnum sínum og stal frá þeim ríku og gaf fátækum.  En Luxford segir, að athugasemdin, sem munkur skrifaði á spássíu bókarinnar í kringum 1460, gefi annað í skyn.

Athugasemdin er á latínu og þar sakar munkurinn Hróa um að „sýkja Skírisskóg og önnur löghlýðin svæði á Englandi með stöðugum ránum."

Luxford segir, að þessi athugasemd sem fannst í bók sem nefnist  Polychronicon, kunni að vera elsta skriflega heimildin um Hróa. Hann bendir jafnframt á, að prestar og munkar á þessum tíma hafi verið hluti af yfirstéttinni og hafi því ekki verið sérlega vinsamlegir mönnum á borð við Hróa hött.  

Luxford telur að athugasemdin renni þó stoðum undir, að Hrói höttur hafi verið til og búið í Skírisskógi, væntanlega á 13. öld, þótt nútímaútgáfur sögunnar um hann geri útlagann að liðsmanni Ríkharðs ljónshjarta, Englandskonungs, sem var uppi í lok 12. aldar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir