Norðurlandabúar flykkjast á norræna sakamálamynd

Noomi Rapace og Michael Nyqvist í hlutverkum Lisbeth Salander og …
Noomi Rapace og Michael Nyqvist í hlutverkum Lisbeth Salander og Mikael Blomkvist í myndinni Menn sem hata konur.

Sænsk-danska sakamálamyndin Menn sem hata konur, sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu Stiegs Larssons, hefur slegið í gegn á Norðurlöndunum og stefnir í að hún verði mest sótta norræna kvikmynd sögunnar.

Kvikmyndin var frumsýnd í Danmörku og Svíþjóð fyrir rúmum hálfum mánuði og í Noregi um helgina og hafa nú 1.257.000 séð myndina í löndunum þremur. Aðsóknin er hlutfallslega best í Danmörku þar sem rúmlega 560 þúsund manns hafa séð myndina í kvikmyndahúsum. Þarlendir gagnrýnendur báru einnig lof á myndina en sænskir gagnrýnendur voru ekki eins hrifnir.

Danski leikstjórinn Niels Arden Oplev leikstýrði myndinni en sænsku leikararnir Michael Nyqvist og Noomi Rapace leika aðalhlutverkin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar