Sjónvarpsauglýsingar fyrir hasarmyndina <i>Wanted</i>, sem er væntanleg á DVD, hafa verið bannaðar í Bretlandi. Breska auglýsingaeftirlitið (Advertising Standards Authority) segir að notkun skotvopna í auglýsingunum sé látin líta út fyrir að vera heillandi og kynþokkafull.
ASA hefur greint Universal Pictures, sem framleiðir kvikmyndina, að núverandi auglýsingar verði ekki sýndar í Bretlandi. Eigi myndin að vera auglýst í bresku sjónvarpi verði að breyta þeim, því þær séu ekki við hæfi barna.