Rihanna og Chris taka hlé

Rihanna og Chris Brown
Rihanna og Chris Brown Reuters

Banda­rísku söngv­ar­arn­ir Ri­hanna og Chris Brown eru nú sögð hafa slitið sam­bandi sínu í kjöl­far þess að Brown var kærður fyr­ir lík­ams­árás á Ri­hanna sem átti sér stað í fe­brú­ar. 

Hvor­ugt þeirra hef­ur tjáðsig um málið en áður hef­ur verið staðhæft í fjöl­miðlum að þau hafi tekið sam­an að nýju eft­ir að Ri­hanna hafi stutt­lega slitið sam­bandi þeirra í kjöl­far árás­ar­inn­ar. Voru þau jafn­vel sögð hafa gift sig á heim­ili tón­list­ar­manns­ins P. Diddy í Miami skömmu síðar. 

„Chris og Ri­hanna eru sitt á hvorri strönd­inni núna. Þau hafa gert hlé á sam­bandi sínu,” seg­ir ónefnd­ur heim­ild­armaður og vís­ar þar til aust­ur og vest­ur­stranda Banda­ríkj­anna. Seg­ir hann Ri­hanna vera í New Yorkþar sem hún hafi m.a. hitt sam­starfs­mann sinn Jay-Z og eig­in­konu hans Beyonce. 

Chris mun hins veg­ar vera í Los Ang­eles þar sem hann ein­beiti sér nú að tónlist sinni. „Hann er að setja niður fyr­ir sér hug­mynd­ir að nýj­um lög­um sem hann er að semja. Hann þarf á því að halda að finna að hann standi ekki í stað,” seg­ir heim­ild­armaður­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Lífið hefur ekki verið létt undanfarið. Sambönd sem ganga vel og með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur, en um leið ánægjulegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Lífið hefur ekki verið létt undanfarið. Sambönd sem ganga vel og með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur, en um leið ánægjulegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir