Rihanna og Chris taka hlé

Rihanna og Chris Brown
Rihanna og Chris Brown Reuters

Bandarísku söngvararnir Rihanna og Chris Brown eru nú sögð hafa slitið sambandi sínu í kjölfar þess að Brown var kærður fyrir líkamsárás á Rihanna sem átti sér stað í febrúar. 

Hvorugt þeirra hefur tjáðsig um málið en áður hefur verið staðhæft í fjölmiðlum að þau hafi tekið saman að nýju eftir að Rihanna hafi stuttlega slitið sambandi þeirra í kjölfar árásarinnar. Voru þau jafnvel sögð hafa gift sig á heimili tónlistarmannsins P. Diddy í Miami skömmu síðar. 

„Chris og Rihanna eru sitt á hvorri ströndinni núna. Þau hafa gert hlé á sambandi sínu,” segir ónefndur heimildarmaður og vísar þar til austur og vesturstranda Bandaríkjanna. Segir hann Rihanna vera í New Yorkþar sem hún hafi m.a. hitt samstarfsmann sinn Jay-Z og eiginkonu hans Beyonce. 

Chris mun hins vegar vera í Los Angeles þar sem hann einbeiti sér nú að tónlist sinni. „Hann er að setja niður fyrir sér hugmyndir að nýjum lögum sem hann er að semja. Hann þarf á því að halda að finna að hann standi ekki í stað,” segir heimildarmaðurinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar