Bannað að nálgast Spears í þrjú ár

Britney Spears
Britney Spears Reuters

Dómari í Bandaríkjunum féllst í gær á kröfu föður söngkonunnar Britney Spears um varanlegt nálgunarbann á ljósmyndarann Adnan Ghalib sem sagður er hafa verið kærasti hennar skömmu áður en hún var svipt sjálfræði  á síðasta ári.  

Nálgunarbannið gildir til ársins 2012 og á við um Spears, foreldra hennar og tvo unga syni. Er Ghalib bannað að nálgast þau eða reyna með nokkrum hætti að setja sig í samband við þau. Þá er honum bannað að halda því fram að hann starfi fyrir hana. 

Í dómskjölum kemur fram að Ghalib hafi reynt að hlutast til um málefni Spears m.a. með því að kynna sig sem fulltrúa hennar. Ghalib á einnig yfir höfði sér ákæru vegna líkamsárásar en hann er sagður hafa reynt að aka á fulltrúa yfirvalda sem reyndi að afhenda honum fyrri nálgunarbannsúrskurð.    

Samsvarandi mál gegn Sam Lutfi, fyrrum umboðsmanni Spears, verður tekið  fyrir síðar. Fram kom í fyrri fyrirtöku þess máls að Lutfi hafi m.a. setið um hárgreiðslukonu Spears á síðasta ári til að reyna að komast í samband við Spears.

Adnan Ghalib
Adnan Ghalib Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir