Hefði getað bjargað Richardson

Hjónin Richardson og Leeson.
Hjónin Richardson og Leeson.

Læknar telja að bjarga hefði mátt lífi leikkonunnar Natasha Richardson með því að koma henni strax undir læknishendur. Sjúkrabíl sem kallaður var á vettvang eftir að hún hlaut banvænt höfuðhögg á skíðum var snúið við.

Tíðindin af andláti Richardson eru reiðarslag fyrir samfélag leikara vestanhafs og voru ljósin í leikhúsum Broadway deyfð í virðingarskyni við hana. 

Richardson afþakkaði læknishjálp en þekkt er að þegar einstaklingar fái höfuðhögg með þessum afleiðingum séu þeir fyrst vankaðir og síðan í hálfgerðu óráði áður en banvænn þrýstingur höfuðblæðingar á heila veldur dauða.

Klukkustund eftir slysið kvartaði Richardson undir verkjum og var hún þá í skyndi flutt á sjúkrahús.

Það var hins vegar um seinan.

Eiginmaður Richardson, leikarinn Liam Neeson, fylgdi henni í einkaflugvél til New York þar sem slökkt var á öndunarvél hennar.

Var hún þá í raun þegar látin því að blæðing af þessum toga veldur heiladauða.

Fjölskylda Richardson hefur þakkað fyrir þann stuðning sem henni hefur verið sýndur en fjölmargir hafa vottað fjölskyldunni samúð sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar