Hefði getað bjargað Richardson

Hjónin Richardson og Leeson.
Hjónin Richardson og Leeson.

Lækn­ar telja að bjarga hefði mátt lífi leik­kon­unn­ar Natasha Rich­ard­son með því að koma henni strax und­ir lækn­is­hend­ur. Sjúkra­bíl sem kallaður var á vett­vang eft­ir að hún hlaut ban­vænt höfuðhögg á skíðum var snúið við.

Tíðind­in af and­láti Rich­ard­son eru reiðarslag fyr­ir sam­fé­lag leik­ara vest­an­hafs og voru ljós­in í leik­hús­um Broadway deyfð í virðing­ar­skyni við hana. 

Rich­ard­son afþakkaði lækn­is­hjálp en þekkt er að þegar ein­stak­ling­ar fái höfuðhögg með þess­um af­leiðing­um séu þeir fyrst vankaðir og síðan í hálf­gerðu óráði áður en ban­vænn þrýst­ing­ur höfuðblæðing­ar á heila veld­ur dauða.

Klukku­stund eft­ir slysið kvartaði Rich­ard­son und­ir verkj­um og var hún þá í skyndi flutt á sjúkra­hús.

Það var hins veg­ar um sein­an.

Eig­inmaður Rich­ard­son, leik­ar­inn Liam Nee­son, fylgdi henni í einka­flug­vél til New York þar sem slökkt var á önd­un­ar­vél henn­ar.

Var hún þá í raun þegar lát­in því að blæðing af þess­um toga veld­ur heila­dauða.

Fjöl­skylda Rich­ard­son hef­ur þakkað fyr­ir þann stuðning sem henni hef­ur verið sýnd­ur en fjöl­marg­ir hafa vottað fjöl­skyld­unni samúð sína.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason