Natasha Richardson látin

Leikkonan Natasha Richardson lést í kvöld en hún lenti í skíðaslysi fyrr í vikunni á Mont Tremblant skíðasvæðinu í nágrenni Montreal í Quebec fylki í Kanada á mánudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá talsmanni Liam Neeson, eiginmanni Richardson.

Talsmaður Mont Tremblant skíðasvæðisins sagði í gær, að Richardson hefði á mánudag tekið þátt í námskeiði fyrir byrjendur og að hún hafi ekki verið með hjálm. Hún datt en virtist ekki hafa meitt sig neitt og bar engin merki áverka. „Hún gekk um, talaði við fólk og virtist hafa það gott,” sagði talsmaðurinn

Richardsson fékk fylgd heim á hótel eftir fallið og um klukkutíma síðar var hún flutt með sjúkrabíl á  sjúkrahús í Quebec. Þaðan var hún flutt til Montréal og loks til New York.

Richardson var 45 ára að aldri, dóttir leikkonunnar Vanessu Redgrave og eiginkona írska leikarans Liam Neeson.  Þau eignuðust tvo syni sem eru tólf og þrettán ára og bjuggu í New York. Richardson var þekkt fyrir leik sinn bæði í kvikmyndum og á sviði og lék fjögurra ára í sinni fyrstu kvikmynd. Hún hlaut Tony verðlaunin árið 1998 fyrir hlutverk sitt í „Cabaret".  Þau Neeson léku m.a. saman í myndinni Nell þar sem Jodie Foster lék aðalhlutverkið.

Hjónin Natasha Richardson og Liam Neeson.
Hjónin Natasha Richardson og Liam Neeson. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson