Holskefla af tónleikum um helgina

Biggi Veira í gusgus
Biggi Veira í gusgus mbl.is/Eggert

Af einhverjum sökum er óvenjumikið um tónleikahald þessa helgina og ekki forsvaranlegt annað en að tæpa á þeim helstu.

Sveitin hélt síðast tónleika á Airwaves og gerði þá allt vitlaust. Mikið stendur til í þetta skiptið en sveitin mun í fyrsta sinn leika lög af væntanlegri plötu sinni, 24/7, fyrir landann en platan kemur út í júlí undir merkjum hinnar virtu útgáfu Kompakt. GusGus gerir svo víðreist í sumar og spilar m.a. á Sonar-hátíðinni í Barcelona og um líkt leyti mun Kompakt gefa út endurhljóðblöndun þeirra Gluteus Maximus (President Bongo og Jack Schidt) á Sigur Rósar-laginu „Gobbledigook“.

Hljómsveitirnar Dikta, Jeff Who og Sing for me Sandra spila þá á Sódómu Reykjavík í kvöld. Dr. Spock, Nevolution, Bárujárn og akureyrska kreppupönksveitin Nálgunarbann á pabba verða á Dillon, Hafnarfirði, í kvöld og Agent Fresco leikur á Sódómu á laugardag ásamt sjö sveitum öðrum! Annað grasrótarkvöld Reykjavík Grapevine og Gogoyoko verður þá haldið í Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda í kvöld og Retro Stefson bræður, þeir Unnsteinn og Logi ætla að þeyta skífum á Karamba daginn eftir. Og síðast en alls ekki síst heldur gáfaðasta sveit landsins, hinir ástsælu Spaðar, sitt árlega ball á NASA á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir