Holskefla af tónleikum um helgina

Biggi Veira í gusgus
Biggi Veira í gusgus mbl.is/Eggert

Af einhverjum sökum er óvenjumikið um tónleikahald þessa helgina og ekki forsvaranlegt annað en að tæpa á þeim helstu.

Sveitin hélt síðast tónleika á Airwaves og gerði þá allt vitlaust. Mikið stendur til í þetta skiptið en sveitin mun í fyrsta sinn leika lög af væntanlegri plötu sinni, 24/7, fyrir landann en platan kemur út í júlí undir merkjum hinnar virtu útgáfu Kompakt. GusGus gerir svo víðreist í sumar og spilar m.a. á Sonar-hátíðinni í Barcelona og um líkt leyti mun Kompakt gefa út endurhljóðblöndun þeirra Gluteus Maximus (President Bongo og Jack Schidt) á Sigur Rósar-laginu „Gobbledigook“.

Hljómsveitirnar Dikta, Jeff Who og Sing for me Sandra spila þá á Sódómu Reykjavík í kvöld. Dr. Spock, Nevolution, Bárujárn og akureyrska kreppupönksveitin Nálgunarbann á pabba verða á Dillon, Hafnarfirði, í kvöld og Agent Fresco leikur á Sódómu á laugardag ásamt sjö sveitum öðrum! Annað grasrótarkvöld Reykjavík Grapevine og Gogoyoko verður þá haldið í Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda í kvöld og Retro Stefson bræður, þeir Unnsteinn og Logi ætla að þeyta skífum á Karamba daginn eftir. Og síðast en alls ekki síst heldur gáfaðasta sveit landsins, hinir ástsælu Spaðar, sitt árlega ball á NASA á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar