Vel kvenlægar Músíktilraunir

Hljómsveitakeppnin sívinsæla Músíktilraunir hefst í næstu viku, föstudag, í Íslensku óperunni.

Á vef Tilraunanna (www.musiktilraunir.is) segir m.a.: „Stúlkur eru eindregið hvattar til þátttöku á Músíktilraununum 2009 til að sýna og sanna að „stelpur rokka“. Ekki er enn vitað hvernig sveitir þær sem taka þátt eru skipaðar en tónninn hefur þegar verið sleginn með dómnefndinni. Í fyrsta skipti í 27 ára sögu keppninnar eru fleiri konur en karlar í hinni sjö manna dómnefnd, en hana skipa þau Árni Matthíasson, Alexandra Kjeld, Arnar Eggert Thoroddsen, Hildur Guðný Þórhallsdóttir, Kristján „Kiddi Rokk“ Kristjánsson, Margrét Erla Maack og Ragnheiður „Heiða“ Eiríksdóttir.

Vanalega hefur í mesta lagi ein kona prýtt dómnefndina, þó að þróunin hafi reyndar verið í rétta átt hin síðustu ár. Nú hefur hins vegar sögulegt skref verið stigið og óneitanlega spennandi að velta því fyrir sér hvaða áhrif þetta hefur á útkomuna í keppninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar