Liam Neeson gerir hlé á leikferlinum

Natasha Richardson og Liam Neeson
Natasha Richardson og Liam Neeson Reuters

Leikarinn Liam Neeson hefur ákveðið að gera hlé á leikferli sínum í kjölfar andláts eiginkonu sinnar, Natasha Richardson. Í gær minntist Neeson og synir þeirra hennar á Manhattan í New York ásamt fjölda vina þeirra hjóna og ættingjum.

Meðal þeirra sem komu á líkvökuna í gær var leikkonan Uma Thurman og leikarinn Ralph Fiennes.

Segir í frétt á vef Times að gert sé ráð fyrir því að Richardson verði jörðuð um helgina í nágrenni heimilis þeirra hjóna í Millbrook þar sem þau gengu í hjónaband árið 1994.

Neeson var að leika í myndinni Chloe í Toronto í Kanada þegar Richardson slasaðist á skíðum. Að sögn leikstjóra myndarinnar Atom Egoyan verður tökum haldið áfram án Neesons en hann leikur aðalhlutverk myndarinnar ásamt Julianne Moore. Ekki sé tímabært að ræða hvenær tökum á þeim atriðum sem Neeson leikur í verður haldið áfram.

Kista Natasha Richardson borin út úr útfararstofunni í Greenwich Village …
Kista Natasha Richardson borin út úr útfararstofunni í Greenwich Village í gær Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson