Jade Goody látin

Jade Goody.
Jade Goody.

Enska sjónvarpsstjarrnan Jade Goody, sem vakti mikla athygli á Bretlandseyjum og víðar fyrir baráttu sína við banvænan sjúkdóm, lést í svefni í nótt, 27 ára að aldri. Goody hefur að undanförnu verið afar áberandi í breskum fjölmiðlum.

Goody starfaði sem hjúkrunarfræðingur á tannlæknastofu þegar hún öðlaðist frægð árið 2002 fyrir þátttöku sína í raunveruleikasjónvarsþættinum Big Brother. Í kjölfarið hóf hún að stjórna eigin sjónvarpsþáttum. Goody tók þátt í sérstakri stjörnuútgáfu þáttarins árið 2007 og lenti þá í frægum útistöðum við indversku leikkonuna Shelpa Shetty.

Goody tók þátt í indversku útgáfunni af Big Brother sl. sumar en hætti þátttöku í ágúst eftir að hún greindist með leghálskrabbamein. Hún fékk þær fréttir í febrúar að hún ætti aðeins nokkrar vikur eftir ólifaðar.  Skömmu síðar giftist hún Jack Tweed, sambýlismanni sínum, og lét skíra sig ásamt sonum sínum til kristinnar trúar. Þetta hvorttveggja vakti mikla athygli í breskum fjölmiðlum. 

Í síðustu viku tilkynntu umboðsmenn Goody, að hún myndi birta dagbók um dauðastríð sitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir