Sendir fjölskyldu Goodys samúðaróskir

Jade Goody og Shilpa Shetty saman í Mumbai á Indlandi …
Jade Goody og Shilpa Shetty saman í Mumbai á Indlandi í ágúst í fyrra. Ho

Indverska leikkonan Shilpa Shetty sendi fjölskyldu Jade Goody samúðarkveðjur í dag en Goody lést í nótt eftir erfiða baráttu við krabbamein í leghálsi. Shetty og Goody tókust á í raunveruleikaþættinum Big Brother á sínum tíma en Goody var sökuð um að leggja Shetty í einelti í þáttunum. Shetty sigraði í þættinum en Goody endaði í þunglyndismeðgerð í kjölfarið.

Þrátt fyrir árásir Goody's á Shetty þá lét indverska leikkonan það ekki á sig fá og sagði að hún bæri engan kala til hennar. Þær náðu síðan saman á ný og komu fram saman í indversku útgáfu þáttaraðarinnar „Bigg Boss".

Goody fékk að vita á meðan hún var á Indlandi að hún væri komin með krabbamein og fór aftur til Bretlands þar sem hún var í krabbameinsmeðferð. Hún vakti mikla athygli og samúð víðsvegar um heiminn vegna hetjulegrar baráttu sinnar við veikindin og fjölgaði þeim konum sem mættu í leghálskrabbameinsskoðun umtalsvert í Bretlandi eftir að Goody kom fram opinberlega og talaði um veikindi sín.

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er meðal þeirra fjölmörgu sem hafa minnst Goodys í dag og segir í tilkynningu frá honum að hann sé mjög sorgmæddur vegna fráfalls hennar. Hann þakkaði henni jafnframt fyrir að hafa ýtt undir það að ungar konur fari í krabbameinsskoðun. 

Fjölmargir minnast Jade Goody í dag en hún lést í …
Fjölmargir minnast Jade Goody í dag en hún lést í nótt Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki nóg að fá hugmyndir ef þú hrindir þeim ekki í framkvæmd. Farðu út í náttúrna. Kannski læknast efinn ef þú gerir einhverjum greiða.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki nóg að fá hugmyndir ef þú hrindir þeim ekki í framkvæmd. Farðu út í náttúrna. Kannski læknast efinn ef þú gerir einhverjum greiða.