Aniston gefst upp á karlmönnum

Jennifer Aniston mætti með John Mayer á Óskarsverðlaunahátíðina í febrúar.
Jennifer Aniston mætti með John Mayer á Óskarsverðlaunahátíðina í febrúar. Reuters

Kvikmyndaleikkonan Jennifer Aniston er nú sögð hafa misst trúna á að hún muni finna ástina að nýju eftir að slitnaði upp úr sambandi hennar og tónlistarmannsins John Mayer.   

„Alveg frá því Jennifer og Brad skildu hefur hún leitað ákaft að öðrum manni sem gæti stolið hjarta hennar og orðið henni sá eiginmaður sem hana hefur alltaf dreymt um. Nú gerir hún sér hins vegar grein fyrir því að það er nær ómögulegt að nokkur maður geti fetað í fótspor Brad,” segir ónefndur heimildarmaður bandaríska tímaritsins “OK!”

„Jennifer hefur gefið mikið af sjálfri sér í þau sambönd sem hún hefur verið í frá skilnaðinum en nú eru þau öll þrjú runnin út í sandinn."

 Frá skilnaði Aniston og Pitt árið 2005 hefur Aniston verið orðið við  leikarann Vince Vaughn, sem lék á móti henni í myndinni  “The Break-Up” og bresku fyrirsætuna Paul Sculfor auk Mayers. 

Heimildarmaðurinn segir hana þó ekki líklega til að láta þetta koma í veg fyrir að hún uppfylli draum sinn um að eignast börn. „Jennifer langar meira en nokkuð annað, til að verða móðir. Hana hefur dreymt um það frá því hún var lítil stelpa og sú staðreynd að hún eigi ekki maka mun ekki koma í veg fyrir að hún láti það verða að veruleika.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka