Ísland vinsæll tökustaður

Við tökur myndarinnar Batman Begins í Skaftafellssýslu.
Við tökur myndarinnar Batman Begins í Skaftafellssýslu.

Veiking íslensku krónunnar og fyrirhuguð hækkun á endurgreiðsluhlutfalli vegna kvikmyndagerðar hér á landi hefur gert það að verkum að Ísland er orðið fýsilegri staður til að taka upp auglýsingar, sjónvarpsþætti og kvikmyndir en áður. Um þetta eru þeir sammála Einar Sveinn Þórðarson, markaðsstjóri hjá Pegasus, og Kjartan Þór Þórðarson, framkvæmdastjóri Saga Film.

„Það er ekki spurning að það er meiri áhugi á Íslandi, áður var það alltaf sett í flokk með dýru löndunum,“ segir Einar. „Það hefur verið heilmikið að gera undanfarið og vonandi heldur það áfram. Þótt það sé kreppa erlendis er enn verið að setja peninga í risastór verkefni. Nú er lag fyrir erlenda aðila að koma hingað, ekki spurning. Það eru gerbreyttar aðstæður.“ Kjartan segist hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn strax í haust. „Þá náðum við að markaðssetja okkur erlendis sem mjög ódýran valkost,“ segir hann en bætir við að nú hafi hægst aðeins um aftur, bæði hafi krónan styrkst og svo geri slæmt efnahagsástand annars staðar það að verkum að síður sé haldið úr landi til að taka upp efni.

„Þegar krónan hrundi fór Ísland allt í einu úr því að vera dýrasti kosturinnn í að vera nánast ódýrasti kosturinn í Evrópu,“ segir Kjartan og bætir við að hækki endurgreiðsluhlutfallið flytjist stærri verkefni til landsins, líkt og kvikmyndir og sjónvarpsþættir. „Bara í síðustu viku kom einn til að skoða landið fyrir tökur á stórri bíómynd, eingöngu út af hækkuninni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir