Lítur vel út nakin

Cindy Crawford ásamt eiginmanni sínum Rande Gerber.
Cindy Crawford ásamt eiginmanni sínum Rande Gerber. Reuters

Bandaríska ofurfyrirsætan Cindy Crawford segist líta vel út nakin, sérstaklega í ljósi þess að hún er tveggja barna móðir. Crawford, sem er 43 ára gömul, hefur nokkrum sinnum setið nakin fyrir, nú síðast í myndaþætti fyrir Allure-tímaritið, en þar er það eingöngu raksápa sem hylur hennar allra heilögustu svæði.

„Mér finnst ég nú líta ansi vel út miðað við að vera 43 ára gömul, en ég veit alveg að ég lít ekki út eins og ég gerði þegar ég var 23 ára,“ sagði fyrirsætan í nýlegu viðtali.

Tilefni myndaþáttarins í Allure er umfjöllun um baráttunna gegn hrukkum og öðrum fylgifiskum ellinnar. Í viðtali viðurkennir fyrirsætan meðal annars að vera með appelsínuhúð. „Já ég er með hana, ég hef aldrei sagt neitt annað. Ég á tvö börn og ég er 43 ára gömul, látið mig bara í friði,“ sagði Crawford í léttum dúr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar