Spandau Ballet snýr aftur

Spandau Ballet snemma á níunda áratugnum. Þeir fylgdust vel með …
Spandau Ballet snemma á níunda áratugnum. Þeir fylgdust vel með tískustraumunum.

Bresku poppararnir í Spandau Ballet, sem gerðu það gott á níunda áratugnum, hafa slíðrað sverðin og hyggjast snúa aftur á tónlistarsviðið. Hljómsveitin hefur tilkynnt að hún muni fara í tónleikaferðalag um heiminn í haust.

Allir fimm upprunalegu liðsmenn sveitarinnar komu saman á blaðamannafundi til að greina frá endurkomunni, en sveitin lagði upp laupana árið 1989 eftir hatrammar deilur um stefgjöld. Málið fór í hart og endaði í dómsal fyrir áratug.

Tony Hadley, söngvari Spandau Ballet, talaði ekki við bræðurna Gary og Martin Kemp í nokkur ár á eftir þetta. Nú hafa þeir félagar sæst.

Þeir greindu frá endurkomunni um borð í herskipinu HMS Belfast í London, en þar hélt hljómsveitin fræga tónleika árið 1980. Sveitin átti marga smelli s.s. „True“, „Gold“  og „Only When You Leave“.

„Strákarnir hafa snúið aftur og við getum ekki beðið. Þetta verður frábært, við erum afskaplega spenntir. Þetta á hins vegar eftir að vera með öðrum brag en við vorum vanir,“ sagði Hadley við blaðamenn.

Spandau Ballet.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka