Spandau Ballet snýr aftur

Spandau Ballet snemma á níunda áratugnum. Þeir fylgdust vel með …
Spandau Ballet snemma á níunda áratugnum. Þeir fylgdust vel með tískustraumunum.

Bresku popp­ar­arn­ir í Spandau Ball­et, sem gerðu það gott á ní­unda ára­tugn­um, hafa slíðrað sverðin og hyggj­ast snúa aft­ur á tón­list­ar­sviðið. Hljóm­sveit­in hef­ur til­kynnt að hún muni fara í tón­leika­ferðalag um heim­inn í haust.

All­ir fimm upp­runa­legu liðsmenn sveit­ar­inn­ar komu sam­an á blaðamanna­fundi til að greina frá end­ur­kom­unni, en sveit­in lagði upp laup­ana árið 1989 eft­ir hat­ramm­ar deil­ur um stef­gjöld. Málið fór í hart og endaði í dómsal fyr­ir ára­tug.

Tony Hadley, söngv­ari Spandau Ball­et, talaði ekki við bræðurna Gary og Mart­in Kemp í nokk­ur ár á eft­ir þetta. Nú hafa þeir fé­lag­ar sæst.

Þeir greindu frá end­ur­kom­unni um borð í her­skip­inu HMS Belfast í London, en þar hélt hljóm­sveit­in fræga tón­leika árið 1980. Sveit­in átti marga smelli s.s. „True“, „Gold“  og „Only When You Lea­ve“.

„Strák­arn­ir hafa snúið aft­ur og við get­um ekki beðið. Þetta verður frá­bært, við erum af­skap­lega spennt­ir. Þetta á hins veg­ar eft­ir að vera með öðrum brag en við vor­um van­ir,“ sagði Hadley við blaðamenn.

Spandau Ball­et.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir