Snýr Robbie aftur í Take That?

Robbie Williams.
Robbie Williams. Reuters

Breska poppstjarnan Robbie Williams segist vera reiðubúinn að ganga aftur til liðs við félaga sína í strákasveitinni Take That. Gömlu félagarnir vilji auk þess ólmir fá hann aftur.

Williams segir í viðtali við breska dagblaðið The Mirror að líkurnar á endurfundunum aukist dag frá degi. Hann segist heyra reglulega í gömlu félögunum.

Williams, sem er 35 ára, yfirgaf sveitina árið 1995 í fússi og talaði ekki við Gary Barlow í mörg ár. Árið 1996 lagði Take That svo upp laupana. Hljómsveitin sneri aftur árið 2006 án Robbie Williams og hefur gert það gott síðan.

Ekki hefur fengist staðfest frá talsmönnum Take That hvort Williams muni ganga aftur til liðs við hljómsveitina.

Williams segist hafa þroskast mikið frá því hann hætti í sveitinni og að deilurnar séu nú að baki.

Take That hefur átt mikilli velgengni að fagna að undanförnu.
Take That hefur átt mikilli velgengni að fagna að undanförnu. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir