Hver man ekki eftir Rokklingunum? Sætum börnum á aldrinum 5 til 13 ára sem sungu syrpur af íslenskum dægurlögum við miklar vinsældir jafnaldra sinna.
Á árunum 1989 til 1991 komu út þrjár plötur með Rokklingunum og hafa lög eins og „Nína og Geiri", „Jybbí Jei" og „Sumarást" verið ódauðleg síðan.
Það var Birgir Gunnlaugsson hjá BG-útgáfu sem stofnaði Rokklingana að fyrirmynd hinna bresku Mini Pops og segir hann Rokklingana hafa orðið mikið vinsælli en búist var við í upphafi. Í kjölfar vinsældanna var stofnaður sérstakur Rokklingaklúbbur og settur á laggirnar Rokklingaskóli.
Sögu Rokklinganna eru gerð ítarlegri skil í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.