Vill ekki sjá kjöt

Morrissey.
Morrissey. mbl.is/Eggert

Tónlistarmaðurinn Morrissey hikar ekki við að troða skoðunum sínum upp á aðra.

Á tónleikum sínum í Webster Hall í New York síðastliðinn miðvikudag bannaði hann allan mat í húsinu sem „hafði einu sinni haus“.

Morrissey er grænmetisæta og krafðist þess að tónleikastaðurinn yrði kjöt-frír meðan á tónleikum hans stóð og fyrir og eftir.

Engar kjötsamlokur, pepperónípitsur og ekkert sushi eða annað með kjöti í var að finna á staðnum. Meira að segja hreingerningarfólkið mátti aðeins borða grænmetissamlokur í hádegismat.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Morrissey krefst þess að aðrir fylgi skoðunum hans og lífsstíl. Fyrrverandi starfsmaður Morrisseys ljóstraði upp um það nýlega að hann bannaði öllu starfsfólki sínu að borða kjöt. Starfsmaðurinn, Andrew Winter, fylgdi Morrissey á tveggja vikna túr um Ameríku og segir hann söngvarann hafa fyrirfram pantað grænmetismáltíðir fyrir alla í túrnum og hótað að reka þá starfsmenn sem sæjust borða kjöt, sama regla gilti um fisk og annað sjávarfang.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen