Coldplay fer í frí

Breska hljómsveitin Coldplay.
Breska hljómsveitin Coldplay. Reuters

Hljómsveitin Coldplay, sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár, hefur ákveðið að taka sér frí því meðlimirnir óttast að aðdáendurnir hljóti að fara að verða leiðir á þeim.

Hljómsveitin hefur því slegið á frest hugmyndum um að hefja vinnu við plötuna sem á að koma í kjölfar nýjustu afurðarinnar, Viva la Vida or Death and All His Friends. Samkvæmt BangShowbiz-fréttaveitunni segjast þeir líka vilja hugleiða betur hvaða stefnu þeir eigi að taka næst, tónlistarlega.

„Við höfum leikið mun meira á tónleikum en við ætluðum,“ segir gítarleikari sveitarinnar, Johnny Buckland. „Við höfum þess vegna ekki haft neinn tíma til að velta nýjum verkefnum fyrir okkur. Og svo þarf fólk á hvíld frá okkur að halda.

Við förum í frí og sjáum svo til.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir