Segir Huffman kynþokkafyllsta

William H. Macy og Felicity Huffman.
William H. Macy og Felicity Huffman. AP

Leikarinn William H. Macy segir að Felicity Huffman sé kynþokkafyllst af leikkonunum í Aðþrengdum eiginkonum. „Hinar eru fyrirsætu-fallegar en Felicity er ekki fyrirsætutýpan. En mér finnst hún kynþokkafyllst í þáttunum,“ segir Macy.

Það verður að taka fram að hann er ekki hlutlaus því þau Huffman eru hjón. Macy segist samt ekki skilja hvers vegna eiginkonan fær minni athygli en Teri Hatcher, Eva Longoria, Marcia Cross og Nicolette Sheridan.

„Hvers vegna er Felicity svona kynþokkafull?“ spyr Macy í Parade-tímaritinu, og svarar sjálfur: „Það er hvernig hún ber sig. Og hún er í frábæru formi. Hún er með líkama sem lætur mig bráðna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar