Emilíana fær góða dóma í NYT

Emilíana Torrini.
Emilíana Torrini. mbl.is/Árni Sæberg

Emilíana Torrini fær góða dóma í dagblaðinu New York Times fyrir tónleika, sem hún hélt á laugardagskvöld í Hiro Ballroom í Maritime hótelinu í New York. Gagnrýnandinn Jon Pareles segir að Emilíana hafi á tónleikunum talað um þær stundir þar sem allt er skýrt og afar raunverulegt. Þannig megi einnig lýsa mörgum laga hennar.  

Pareles segir að þessi lög séu um langanir og einmanaleika, upphafna ástarþrá og óvissu. Á laugardagskvöld hafi Emilíana sungið um sambandsslit og nýja möguleika, um huggun og önnur tækifæri, ótta og bjartsýni. Hún hafi stundum flissað þegar hún talaði við áheyrendur. En þegar hún söng hafi hún hljómað falslaus og berskjölduð og velt fyrir sér eigin löngunum. 

„Í lögunum hennar eru ekki að finna ádeilu eða hæðni, þau eru eins tær og rödd hennar og útsetningarnar. En þessi tærleiki hennar er langt frá því að vera einfaldur," segir Pareles.

Grein NYT

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir