Emilíana fær góða dóma í NYT

Emilíana Torrini.
Emilíana Torrini. mbl.is/Árni Sæberg

Em­ilí­ana Torr­ini fær góða dóma í dag­blaðinu New York Times fyr­ir tón­leika, sem hún hélt á laug­ar­dags­kvöld í Hiro Ball­room í Ma­ritime hót­el­inu í New York. Gagn­rýn­and­inn Jon Par­eles seg­ir að Em­ilí­ana hafi á tón­leik­un­um talað um þær stund­ir þar sem allt er skýrt og afar raun­veru­legt. Þannig megi einnig lýsa mörg­um laga henn­ar.  

Par­eles seg­ir að þessi lög séu um lang­an­ir og ein­mana­leika, upp­hafna ást­arþrá og óvissu. Á laug­ar­dags­kvöld hafi Em­ilí­ana sungið um sam­bands­slit og nýja mögu­leika, um hugg­un og önn­ur tæki­færi, ótta og bjart­sýni. Hún hafi stund­um flissað þegar hún talaði við áheyr­end­ur. En þegar hún söng hafi hún hljómað fals­laus og ber­skjölduð og velt fyr­ir sér eig­in löng­un­um. 

„Í lög­un­um henn­ar eru ekki að finna ádeilu eða hæðni, þau eru eins tær og rödd henn­ar og út­setn­ing­arn­ar. En þessi tær­leiki henn­ar er langt frá því að vera ein­fald­ur," seg­ir Par­eles.

Grein NYT

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Án nokkurs vafa ertu miðja allrar athygli í félagslífinu. Vinir bjóða þér alls kyns hlunnindi og það eru litlu hlutirnir í lífinu sem veita þér sjálfstraust til þess að mæta áskorunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lotta Lux­en­burg
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Án nokkurs vafa ertu miðja allrar athygli í félagslífinu. Vinir bjóða þér alls kyns hlunnindi og það eru litlu hlutirnir í lífinu sem veita þér sjálfstraust til þess að mæta áskorunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lotta Lux­en­burg
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
Loka