Teiknimyndin Monsters vs. Aliens gerði það mjög gott í bandarískum kvikmyndahúsum um helgina, en ævintýramyndin fór beint á toppinn vestanhafs. Hún þénaði 58,2 milljónir dala, sem er stærsta frumsýningarhelgin það sem af er þessu ári.
Eins og nafnið gefur til kynna þá fjallar myndin um skrímsli sem lenda í átökum við geimverur. Meðal þekktra leikara sem tala inn á teiknimyndina eru Reece Witherspoon, Kiefer Sutherland og Seth Rogen.
Teiknimyndin skákaði draugasögunni The Haunting In Connecticut, sem hafnaði í öðru sæti.
Að sögn sérfræðinga hefur miðasala gengið vel það sem af eru þessu ári. Kreppan virðist ekki hafa neikvæð áhrif á hana.
10 vinsælustu myndirnar vestanhafs eru eftirfarandi: