Skrímsli og geimverur njóta vinsælda vestanhafs

Atriði úr Monsters vs. Aliens.
Atriði úr Monsters vs. Aliens. AP

Teiknimyndin Monsters vs. Aliens gerði það mjög gott í bandarískum kvikmyndahúsum um helgina, en ævintýramyndin fór beint á toppinn vestanhafs. Hún þénaði 58,2 milljónir dala, sem er stærsta frumsýningarhelgin það sem af er þessu ári.

Eins og nafnið gefur til kynna þá fjallar myndin um skrímsli sem lenda í átökum við geimverur. Meðal þekktra leikara sem tala inn á teiknimyndina eru Reece Witherspoon, Kiefer Sutherland og Seth Rogen.

Teiknimyndin skákaði draugasögunni The Haunting In Connecticut, sem hafnaði í öðru sæti.

Að sögn sérfræðinga hefur miðasala gengið vel það sem af eru þessu ári. Kreppan virðist ekki hafa neikvæð áhrif á hana.

10 vinsælustu myndirnar vestanhafs eru eftirfarandi:

  1. Monsters vs. Aliens, 58,2 milljónir dala
  2. The Haunting in Connecticut, 23 milljónir dala
  3. Knowing, 14,7 milljónir dala
  4. I Love You, Man, 12,6 milljónir dala
  5. Duplicity, 7,6 milljónir dala
  6. Race to Witch Mountain, 5,6 milljónir dala
  7. 12 Rounds, 5,3 milljónir dala
  8. Watchmen, 2,75 milljónir dala
  9. Taken, 2,75 milljónir dala
  10. The Last House on the Left, 2,6 milljónir dala
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar