Vann á hamborgarastað

Jennifer Hudson
Jennifer Hudson Reuters

Leik- og söngkonan Jennifer Hudson hefði valið að starfa sem tattúlistamaður ef hún hefði ekki leiðst út á braut skemmtanaiðnaðarins.

Hún segir að hún hefði stefnt á allt annan starfsferil ef hún hefði ekki slegið í gegn sem söngvari og leikari.

„Annað val mitt var að vera tattúlistamaður vegna þess að ég er mikið fyrir að teikna,“ segir hin 27 ára stjarna sem lenti í sjötta sæti í sjónvarpskeppninni American Idol árið 2004. Hún freistaðist til að fara út í tónlistarbransann vegna þess að sú vinna gaf betur af sér en að vinna á hamborgarastað.

„Þegar ég var 17 ára vann ég á Burger King en komst síðan að því að ég græddi meira á því að koma fram á skemmtunum og syngja svo ég ákvað að hætta á Burger King og nota hæfileika mína frekar til tekjuöflunar.“

Hudson er trúlofuð David Otunga og hefur brúðkaupsdagurinn verið ákveðinn en hún vill ekki gefa hann upp. Hún segir þau haga sér eins og hvert annað par. „Við erum eins og stórir krakkar, okkur finnst mjög gaman að fara í hjólatúra og taka hundana okkar með.“

Hudson heldur í sinn fyrsta tónleikatúr á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir