Eyjólfur Kristjánsson opnar skemmtistað

Eyjólfur Kristjánsson leggur land undir fót með gítarinn að vopni.
Eyjólfur Kristjánsson leggur land undir fót með gítarinn að vopni.

„Mér var bara boðið að vera svona framkvæmdastjóri, eða „host“, koma þessu af stað og koma með hugmyndir um hvernig sé best að reka þetta,“ segir tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson, nýráðinn framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Batterísins sem opnaður var um helgina. Staðurinn er til húsa í Hafnarstrætinu, í sama húsnæði og Organ og Club 101 voru áður til húsa.

„Við ákváðum hins vegar að breyta um áherslur. Mér fannst vera vöntun á stað sem þjónar fólki sem er orðið svona aðeins stálpað, svona 30 plús kannski. Þannig að þetta er mjög huggulegur og skemmtilegur skemmtistaður. Ef ég á að líkja honum við eitthvað dettur mér helst í hug gamli Hollywood,“ segir Eyjólfur.

Hvað tónlistina varðar segir Eyjólfur hana verða aðgengilega, en Daddi Diskó er yfir-plötusnúður staðarins. Áður en langt um líður verður svo boðið upp á lifandi tónlist.

Batteríið verður opið á föstudögum og laugardögum til að byrja með, og er opið til kl. 4 á næturnar. Það er því ljóst að Eyjólfur þarf að ganga næturvaktir. „En ég er nú vanur því úr spilamennskunni, þannig að ég kippi mér ekkert upp við það. Enda er maður nú ekki orðinn það gamall,“ segir hann og hlær.

Þótt Eyjólfur sé kominn í skemmtistaðabransann er hann að sjálfsögðu ekki hættur að spila, en hann kemur næst fram ásamt Stebba Hilmars á Café Mörk á Akranesi á fimmtudagskvöldið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan