Hitti föður sinn í Malaví

David Banda, þriggja ára ættleiddur sonur bandarísku söngkonuna Madonnu, þekkti ekki föður sinn er hann hitti hann aftur í gær. Madonna ættleiddi drenginn árið 2006 og hefur hann ekki hitt föður sinn síðan. 

Faðir drengins Yohane Banda, greindi frá því í fjölmiðlum í Malaví í gær að hann væri sleginn yfir því að drengurinn skyldi ekki vita hver hann var og að þeir skyldu þurfa túlk til að tala saman. 

„Hann spurði mig á ensku hver ég væri og hvað ég gerði. Þegar ég sagði  „ég er pabbi þinn” virtist hann hissa. Við vorum saman í þrjá klukkutíma. Hann lék sé að nefinu á mér og þó hann vissi ekki hver ég væri spurði hann margra spurninga,” segir hann. „David er ræðinn og greindur. Hann spurði hvort ég færi á hestbak og ég sagði honum að hestar væru fyrir hina ríku. Þá spurði hann hvers vegna ég væri fátækur.”   

Yohane, sem skildi David eftir á munaðarleysingjaheimili eftir að móðir hans lést skömmu eftir fæðingu hans, segist mjög ánægðu með að Madonna hafi ættleitt hann.  

„Mig hryllir stundum við tilhugsuninni um það hvað hefði orðið af honum hefði Madonna ekki bjargað honum. Ég er henni mjög þakklátur fyrir að bjarga honum frá hugsanlegum dauða.” segir hann. 

Madonna er nú í Malaví ásamt börnum sínum þremur til að freista þess að fá að ættleiða annað barn þaðan. Verður það mál tekið fyrir hjá dómara á föstudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup