Bandaríska leikkonan Angelina Jolie er sögð hafa trúað Azharuddin Mohammed, tíu ára leikara í myndinni 'Slumdog Millionaire', fyrir því fyrir skömmu að hún og sambýlismaður hennar Brad Pitt muni brátt ættleiða barn frá Indlandi.
Jolie er sögð hafa hrifist mjög af Azharuddin og Rubina Ali, níu ára, er hún hitti þau á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar og trúað Azharuddin fyrir þessu er hann spurði hvort hún héldi að hún ætti eftir að ættleiða barn þaðan.
Jolie og Pitt eiga þrjú ættleidd börn frá Kambódíu, Víetnam og Eþíópíu auk þriggja annarra barna.