Ólafur Ragnar hafði húmor fyrir sjálfum sér

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Frikki

Leikverkið Þú ert hér var frumsýnt í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið. Eins og fram hefur komið er afar sérstakt verk þar á ferðinni, en um er að ræða háðsádeilu á ástandið í þjóðfélaginu í kjölfar bankahrunsins.

Fjölmargir fá sína sneið af gagnrýni í verkinu, svo sem útrásarvíkingarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og neysluóðir Íslendingar. Þá er Ólafur Ragnar Grímsson einnig tekinn fyrir í einu fyndnasta atriði verksins, en svo skemmtilega vildi til að forsetinn var viðstaddur frumsýninguna á föstudaginn. Mun hann hafa hlegið dátt og haft mikinn húmor fyrir sjálfum sér.

Annars mæðir mikið á leikurunum í verkinu sem þurfa að drekka nokkra lítra af kóki meðan á því stendur. Verði sýningar margar er því ansi hætt við tannskemmdum á þeim bænum...

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir