Vill fjögur börn

Hayden Panettiere.
Hayden Panettiere. Reuters

Banda­ríska leik­kon­an Hayd­en Panetti­ere seg­ist vilja eign­ast fjög­ur börn. Panetti­ere, sem er 19 ára göm­ul og hvað þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sitt í Heroes sjón­varpsþátt­un­um, hætti ný­verið með sam­leik­ara sín­um úr þátt­un­um, hinum 31 árs gamla Milo Ventimiglia. Hún seg­ir sig hins veg­ar dreyma um að verða móðir, og eign­ast stóra fjöl­skyldu.

„Ég hef alltaf sagt að mig langi til að eign­ast fjög­ur börn. Ég elska nefni­lega börn. Það verður frá­bært að verða móðir og að eign­ast fjöl­skyldu – Ítal­ir telja það vera það mik­il­væg­asta í líf­inu.“

Panetti­ere er ann­ars kona ein­söm­ul um þess­ar mund­ir, enda seg­ir hún erfitt að finna al­menni­lega menn.

„Ég hef til dæm­is eng­an áhuga á mönn­um á mín­um aldri,“ sagði stúlk­an í viðtali við breska tíma­ritið In Style, en orð leik­kon­unn­ar ungu koma varla á óvart í ljósi þess að síðasti kær­asti henn­ar er 12 árum eldri en hún.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn, vandamálin hverfa ekkert við það. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn, vandamálin hverfa ekkert við það. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir