Vill fjögur börn

Hayden Panettiere.
Hayden Panettiere. Reuters

Bandaríska leikkonan Hayden Panettiere segist vilja eignast fjögur börn. Panettiere, sem er 19 ára gömul og hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í Heroes sjónvarpsþáttunum, hætti nýverið með samleikara sínum úr þáttunum, hinum 31 árs gamla Milo Ventimiglia. Hún segir sig hins vegar dreyma um að verða móðir, og eignast stóra fjölskyldu.

„Ég hef alltaf sagt að mig langi til að eignast fjögur börn. Ég elska nefnilega börn. Það verður frábært að verða móðir og að eignast fjölskyldu – Ítalir telja það vera það mikilvægasta í lífinu.“

Panettiere er annars kona einsömul um þessar mundir, enda segir hún erfitt að finna almennilega menn.

„Ég hef til dæmis engan áhuga á mönnum á mínum aldri,“ sagði stúlkan í viðtali við breska tímaritið In Style, en orð leikkonunnar ungu koma varla á óvart í ljósi þess að síðasti kærasti hennar er 12 árum eldri en hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar