Heldur óvenjulegar tilkynningar heyrðust lesnar upp á Rás 2 rétt fyrir kl. 14 í dag þar sem m.a. írskir þrælar og leðurhommar komu við sögu. Ólafur Páll Gunnarsson, umsjónarmaður Popplands, segir að um gamlar upptökur úr safni Ríkisútvarpsins hafi verið að ræða.
„Atvinnurekendur athugið. Vorum að taka upp glænýja sendingu af írskum þrælum. Gott verð. Góð þjónusta. Þrælaverslun Hafliða, Garðabæ,“ heyrðist þulurinn m.a. lesa fyrir tvö-fréttir.
„Leðurhommar athugið. Leðurjakkar, leðurbuxur, leðurstígvél, leðurpeysur, leðursokkar, leðurtreflar. Verslunin Kjörver,“ heyrðist þulurinn jafnframt segja.
„Þetta var lítið gamalt dagskrárbrot með Baggalúti,“ segir Ólafur Páll í samtali við mbl.is. „Við höfum fengið eitt og eitt símtal út af þessu segir,“ segir Ólafur Páll einnig og hlær. Hann tekur fram að flestir sem hafi hringt hafi haft gaman að þessum óvenjulega tilkynningalestri.
„Þetta var lítið grín sem hún Margrét Erla Maack kom með.“