Katona breytir íslenska þjóðsöngnum!

Kerry Katona.
Kerry Katona.

Breska blaðið The Sun „skúbbar" heldur betur í dag en blaðið skýrir frá því að breska söngkonan Kerry Katona muni syngja íslenska þjóðsönginn áður en leikur Íslands og Skotlands hefst í Glasgow. Og ekki nóg með það heldur hafi texta þjóðsöngsins verið breytt í tilefni dagsins. Ekki er ólíklegt  að fréttin tengist því að leikinn ber upp á 1. apríl. 

Blaðið segir, að Íslendingar hafi boðið Katona, sem áður gerði garðinn frægan með sveitinni Atomic Kitten, til að syngja á Hampton Park vegna þess að hún sé orðin heimsfræg á Íslandi fyrir auglýsingar, sem hún hefur leikið í fyrir bresku verslunarkeðjuna Iceland, sem aftur styrki íslenska fótboltalandsiðið.

Fyrirtækið hafi meira að segja fengið að breyta texta þjóðsöngsins. Í stað þess að syngja: We worship thy name in its wonder sublime” sem væntanlega er þýðing á ljóðlínunni: Við lofum þitt heilaga, heilaga nafn, muni Kerry syngja: We’re from a land of geysers — now check out our freezer pleasers, eða: Við erum frá landi hveranna - prófið frosna góðgætið okkar.

Blaðið hefur eftir talsmanni Kerry, að hún sé nokkuð taugaóstyrk yfir að þurfa að syngja fyrir framan skosku áhorfendurnar en telji sig eiga Íslendingum skuld að gjalda. 

Þá hefur blaðið eftir talsmanni íslenska liðsins: „Auglýsingar hennar um frysta fiskifingur björguðu sjávarútveginum okkar og því er ég viss um að Kerry mun veita leikmönnum okkar innblástur."  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan