Breska leikkonan Keira Knightley verður fyrir hrottafengnu ofbeldi í nýrri auglýsingu sem er ætlað að vekja athygli á því alvarlega samfélagsmeini sem heimilisofbeldi er.
Í sjónvarpsauglýsingunni, sem góðgerðarsamtökin Women's Aid létu gera, sést kærasti hennar ráðast á hana með höggum og spörkum þegar hún kemur heim úr vinnunni.
Joe Wright leikstýrði auglýsingunni, en hann vann með Knightley við gerð kvikmyndarinnar Atonement, að því er fram kemur á vef BBC.
Knightley bendir á að ein af hverjum fjórum konum verði fyrir slíku ofbeldi einhverntímann á lífsleiðinni.
Auglýsinguna má sjá hér. Taka skal fram að hún er ekki fyrir viðkvæma.