Klassi yfir London Reykjavík

Kristinn Bjarnason, til hægri, ásamt Birgi Fannari Snæland.
Kristinn Bjarnason, til hægri, ásamt Birgi Fannari Snæland. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er skemmti­staður sem er í raun næt­ur­klúbb­ur þar sem áhersl­an verður á dans­tónlist af öll­um stærðum og gerðum,“ seg­ir Krist­inn Bjarna­son um nýj­an skemmti­stað, London Reykja­vík, sem opnaður verður annað kvöld. Staður­inn er til húsa við Tryggvagöt­una, þar sem Gauk­ur­inn var áður, og er því fyr­ir neðan Sódómu Reykja­vík.

„Við verðum með 80's og 90's kvöld, Ibiza kvöld og svo fram­veg­is. Þannig að það verða alls kon­ar skemmt­an­ir í gangi,“ út­skýr­ir Krist­inn. „Það verður líka 22 ára ald­urstak­mark, snyrti­leg­ur klæðnaður, strangt tekið á hlut­um eins og slags­mál­um og þeir sem verða til vand­ræða verða sett­ir á svart­an lista. Það hef­ur vantað í Reykja­vík, að strangt sé tekið á svona hlut­um. Þannig að það verður klassi yfir þess­um stað.“

Krist­inn seg­ir um frek­ar stór­an stað að ræða. „Þetta er öll neðri hæð gamla Gauks­ins, og líka kjall­ar­inn. Það er gengið inn að norðan­verðu, við hliðina á Glaum­b­ar, og niður í kjall­ara. Það er svo­lítið skemmti­legt að koma þar inn. Það er líka ansi skemmti­leg­ur foss hérna inni á staðnum, renn­andi vatn og svona,“ seg­ir Krist­inn og bæt­ir því við að mikið sé lagt upp úr góðu hljóðkerfi á staðnum.

„Það verður opið á föstu­dög­um og laug­ar­dög­um, en svo verðum við með ein­hverja viðburði á virk­um dög­um líka. Þessi staður verður í létt­ari kant­in­um, það verður létt stemn­ing hérna. Svo verða óvænt­ir at­b­urðir öll kvöld, sem ég get samt ekki sagt meira um al­veg strax.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæmnismælirinn þinn er í hámarki en err það þess virði? Hugarró er mun mikilvægari en að hafa betur í einhverju þrasi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæmnismælirinn þinn er í hámarki en err það þess virði? Hugarró er mun mikilvægari en að hafa betur í einhverju þrasi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Loka