Michelle Obama æði í Bretlandi

Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur vakið gríðarmikla athygli í Bretlandi þar sem eiginmaður hennar fundar með leiðtogum stærstu efnahagsvelda heims. Blöðin eyða miklu plássi í að fjalla um hvað hún mun hafa fyrir stafni meðan á heimsókninni stendur og hverju hún klæðist.

Fjölmargir aðdáendur þeirra hjóna söfnuðust fyrir utan konungshöllina í gær þegar þau heimsóttu Elísabetu drottningu. „Hún virðist vera góð fyrirmynd. Ákveðin og klár kona. Ég held henni muni vegna vel hér. Fólki er farið að líka verulega vel við þau hjónin og ég held að það myndu ekki koma svona margir saman til að sjá aðra embættismenn,“ sagði einn aðdáendanna fyrir utan Buckingham höllina í gær. „Michelle Obama hefur sterka nærveru, dálítið eins og Jacqueline Kennedy-Onassis."

Árið 1961 fóru Kennedy hjónin í opinbera heimsókn til Parísar. Jacqueline Kennedy sló hins vegar svo í gegn að John F. Kennedy grínaðist með að hann væri bara aukaatriði. „Ég held það sé ekki fráleitt að ég kynni mig ... Ég er maðurinn sem fylgdi Jacqueline Kennedy til Parísar, og ég hef notið þess,“ sagði hann.

Þó ekki sé hægt að segja að Michelle Obama hafi athyglinni frá eiginmanninum segja margir að hún leiki frekar annað aðalhlutverkanna en aukahlutverk. Meðan grannt er fylgst með öllu því sem Barack Obama segir og gerir á G20 fundinum er fylgst grannt með því hverju Michelle Obama klæðist en hún hefur sést í þó nokkrum mismunandi flíkum. M.a. skærgulum kjól sem Jason Wu hannaði en hann hannaði einnig kjólinn sem forsetafrúin klæddist þegar eiginmaðurinn var settur í embætti forseta. Þá hefur hún verið í pilsdrakt og glitrandi hnepptri peysu en í gær, þegar þau hjónin hittu Elísabetu drottningu, klæddist hún svörtum jakka, svörtu pilsi og hvítum bol. Hingað til hafa tískuspekúlantar verið ánægðir með fataval hennar.

Dagskrá Michelle Obama er þéttskipuð. Hún og Sarah Brown, eiginkona Gordons Brown, heimsóttu miðstöð krabbameinssjúkra í gær og hittu sjúklinga og starfsmenn. Að sið Breta fékk hún sér tebolla en viðurkenndi að slíkt drykki hún ekki oft. Vakti heimsóknin mikla ánægju og var forsetafrúnni lýst sem hlýrri, rausnarlegri , opinskárri og afar vinsamlegri.

Þegar forsetahjónin hittu drottninguna fór Michelle Obama að hefðbundnum hirðreglum en skömmu síðar, í boði sem var haldið eftir formlegt spjall, var andrúmsloftið afslappaðra og faðmaði hún drottninguna. Fjölmiðlar hafa skýrt frá því að drottningunni varð svo vel við forsetafrúna að hún bað hana um að halda sambandi við sig.

Michelle ræðir við Kamillu, eiginkonu Karls Bretaprins.
Michelle ræðir við Kamillu, eiginkonu Karls Bretaprins. Reuters
Obamahjónin heimsóttu Elísabetu Englandsdrottningu í gær og gáfu henni m.a. …
Obamahjónin heimsóttu Elísabetu Englandsdrottningu í gær og gáfu henni m.a. iPod með myndum af opinberri heimsókn hennar til Bandaríkjanna. Reuters
Michelle Obama kemur til kvöldverðarboðs í Downingstræti 10 í gærkvöldi.
Michelle Obama kemur til kvöldverðarboðs í Downingstræti 10 í gærkvöldi. Reuters
Forsetafrúin Michelle Obama.
Forsetafrúin Michelle Obama. Dylan Martinez
Forsetahjónin lenda á Stansted flugvelli í London á þriðjudaginn.
Forsetahjónin lenda á Stansted flugvelli í London á þriðjudaginn. Jason Reed
Michelle Obama og Sarah Brown, eiginkona Gordons Browns, heimsóttu krabbameinssjúkrahús …
Michelle Obama og Sarah Brown, eiginkona Gordons Browns, heimsóttu krabbameinssjúkrahús í Lundúnum í gær. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka