Paul McCartney og Ringo Starr, sem voru saman í bresku Bítlunum fyrir fjórum áratugum, komu fram saman á tónleikum í New York í gærkvöldi í fyrsta skipti í sjö ár. Þeir Paul og Ringo fluttu lagið With a Little Help from My Friends og föðmuðust á sviðinu á eftir.
Um var að ræða fjáröflunartónleika fyrir hugleiðslustofnun kvikmyndaleikstjórans Davids Lynch. Paul var í aðalhlutverki á tónleikunum og minntist m.a. Johns Lennons og flutti lagið Here Today sem hann tileinkaði Lennon. Paul flutti einnig lagðið Blackbirt, sem hann tileinkaði Barack Obama, Bandaríkjaforseta.
Þeir Paul og Ringo komu síðast fram saman á minningartónleikum árið 2002 í Royal Albert Hall um George Harrison.
Íslenski söngvarinn Seth Randolph Sharp var í stórum kór sem aðstoðaði stjörnurnar við flutninginn í Radio City.