Ballettskóli Eddu Scheving stóð fyrir nemendasýningu í Borgarleikhúsinu í gær. Dansarar framtíðarinnar stigu þar sín fyrstu spor fyrir framan troðfullt leikhús af mömmum, pöbbum, öfum og ömmum. Þátttakendur voru frá þriggja ára og upp í unglingsár og litlar mýs og fiðrildi lögðu undir sig sviðið. Áhorfendur voru skiljanlega afar móttækilegir fyrir sýningunni og mátti greina gleðitár á hvörmum sumra.