Ekki með á Glastonbury

Breska rafsveitin Depeche Mode er hætt við að koma fram á Glastonbury-hátíðinni í ár. Ástæðan mun vera sú að sveitinni líkar ekki þær hljómsveitir sem bókaðar eru á hátíðina en fyrir hafa Blur, Neil Young og Bruce Springsteen m.a. staðfest komu sína. „Við spilum mikið á tónlistarhátíðum um Evrópu en ekki svo oft á Englandi. Glastonbury hefði getað verið fínn vettvangur fyrir okkur en dagskráin hentaði ekki í ár. Það skiptir miklu að tónleikadagskráin sé í heild sinni góð,“ sagði hljómborðsleikarinn Andy Fletcher í viðtali við Daily Star á dögunum. Þrátt fyrir að þeir félagar séu ekki hrifnir af dagskrá Glastonbury virðast þeir vera í miklum minnihluta með þá skoðun því uppselt er fyrir löngu á hátíðina sem fram fer á Suðvestur-Englandi síðustu helgina í júní. Andy og félagar eru þar fyrir utan gáttaðir á því að þær sveitir sem Depeche Mode keppti við um hylli fólks á níunda áratugnum séu nú snúnar aftur. „Okkur er skítsama um Spandau Ballet og aðrar nostalgíu-sveitir. Þær koma okkur hreinlega ekki við. Við erum stærri nú en við nokkurn tímann vorum á níunda áratugnum vegna þess að við höfum aldrei hætt að þróast.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir