Ekki með á Glastonbury

Breska rafsveitin Depeche Mode er hætt við að koma fram á Glastonbury-hátíðinni í ár. Ástæðan mun vera sú að sveitinni líkar ekki þær hljómsveitir sem bókaðar eru á hátíðina en fyrir hafa Blur, Neil Young og Bruce Springsteen m.a. staðfest komu sína. „Við spilum mikið á tónlistarhátíðum um Evrópu en ekki svo oft á Englandi. Glastonbury hefði getað verið fínn vettvangur fyrir okkur en dagskráin hentaði ekki í ár. Það skiptir miklu að tónleikadagskráin sé í heild sinni góð,“ sagði hljómborðsleikarinn Andy Fletcher í viðtali við Daily Star á dögunum. Þrátt fyrir að þeir félagar séu ekki hrifnir af dagskrá Glastonbury virðast þeir vera í miklum minnihluta með þá skoðun því uppselt er fyrir löngu á hátíðina sem fram fer á Suðvestur-Englandi síðustu helgina í júní. Andy og félagar eru þar fyrir utan gáttaðir á því að þær sveitir sem Depeche Mode keppti við um hylli fólks á níunda áratugnum séu nú snúnar aftur. „Okkur er skítsama um Spandau Ballet og aðrar nostalgíu-sveitir. Þær koma okkur hreinlega ekki við. Við erum stærri nú en við nokkurn tímann vorum á níunda áratugnum vegna þess að við höfum aldrei hætt að þróast.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka