Palin fjölskyldan ósátt við barnsföðurinn

Levi Johnston og Bristol Palin
Levi Johnston og Bristol Palin AP

Fjöl­miðlafull­trúi Söruh Pal­in, rík­is­stjóra í Alaska, hef­ur lýst því yfir að það hafi valdið fjöl­skyld­unni mikl­um von­brigðum að Levi Johnst­on, fyrr­um unnusti og barns­faðir dótt­ur henn­ar Bristol, skuli hafa tjáð sig um sam­band þeirra í fjöl­miðlum. 

Johnst­on, sem er nítj­án ára, kom ný­lega fram í sjón­varpsþætt­in­um Tyra Banks Show og sagði þar m.a. að hann teldi að for­eldr­ar Bristol hafi gert sér grein fyr­ir því að þau stunduðu kyn­líf er hann bjó á heim­ili þeirra. Johnst­on og Pal­in slitu ný­lega trú­lof­un sinni en þau eiga son á fyrsta ári.  

„Það veld­ur okk­ur von­brigðum að Levi og fjöl­skylda hans skuli í leit að at­hygli, frægð og fjár­mun­um, taka þátt í að dreifa lyg­um, ýkj­um og rangtúlk­un­um á sam­bandi þeirra,” seg­ir fjöl­miðlafull­trú­inn Meg­h­an Staplet­on.

„Bristol legg­ur nú áherslu á að ala upp Tripp, ljúka námi og tala fyr­ir skír­lífi fram að gift­ingu. Það er óheppi­legt að Levi skuli hafa meiri áhuga á að græða á fyrra sam­bandi sínu við Bristol en að leggja sitt að mörk­um til vel­ferðar barns­ins. Bristol ger­ir sér grein fyr­ir því að hún hafi gert mis­tök í sam­band­inu og það er hún sem axl­ar ábyrgðina á gerðum þeirra beggja.”

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þær hugmyndir sem þú færð í dag geta bætt fjárhag þinn og orðstýr. Hugsanir þínar koma jafnvel þér á óvart. Byrjaðu að undirbúa þig undir komandi átök.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þær hugmyndir sem þú færð í dag geta bætt fjárhag þinn og orðstýr. Hugsanir þínar koma jafnvel þér á óvart. Byrjaðu að undirbúa þig undir komandi átök.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver