Palin fjölskyldan ósátt við barnsföðurinn

Levi Johnston og Bristol Palin
Levi Johnston og Bristol Palin AP

Fjölmiðlafulltrúi Söruh Palin, ríkisstjóra í Alaska, hefur lýst því yfir að það hafi valdið fjölskyldunni miklum vonbrigðum að Levi Johnston, fyrrum unnusti og barnsfaðir dóttur hennar Bristol, skuli hafa tjáð sig um samband þeirra í fjölmiðlum. 

Johnston, sem er nítján ára, kom nýlega fram í sjónvarpsþættinum Tyra Banks Show og sagði þar m.a. að hann teldi að foreldrar Bristol hafi gert sér grein fyrir því að þau stunduðu kynlíf er hann bjó á heimili þeirra. Johnston og Palin slitu nýlega trúlofun sinni en þau eiga son á fyrsta ári.  

„Það veldur okkur vonbrigðum að Levi og fjölskylda hans skuli í leit að athygli, frægð og fjármunum, taka þátt í að dreifa lygum, ýkjum og rangtúlkunum á sambandi þeirra,” segir fjölmiðlafulltrúinn Meghan Stapleton.

„Bristol leggur nú áherslu á að ala upp Tripp, ljúka námi og tala fyrir skírlífi fram að giftingu. Það er óheppilegt að Levi skuli hafa meiri áhuga á að græða á fyrra sambandi sínu við Bristol en að leggja sitt að mörkum til velferðar barnsins. Bristol gerir sér grein fyrir því að hún hafi gert mistök í sambandinu og það er hún sem axlar ábyrgðina á gerðum þeirra beggja.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir