Kröfuharðir foreldrar

Katie Holmes og Tom Cruise með Suri.
Katie Holmes og Tom Cruise með Suri. AP

Eins og margir foreldrar gerir Tom Cruise miklar kröfur til barna sinna. Hann hefur nú eytt um einni milljón dollara í að mennta Suri dóttur sína.

Suri verður þriggja ára 18. apríl og vilja Cruise og kona hans Katie Holmes að hún fái gott uppeldi og hafa m.a. sent hana á tungumálanámskeið.

„Það skiptir ekki máli hvað Suri gerir, Tom vill að hún geri allt betur en aðrir krakkar. Allir foreldrar halda að barnið þeirra sé sérstakt, en Tom og Katie trúa því einlæglega að Suri sé mjög hæfileikarík. Hún lærir nú frönsku og spænsku hjá kennara sem hún hittir einu sinni í viku.

Suri elskar að dansa svo Tom og Katie hvetja hana til þess að dansa eins og þau geta. Hún lærir ballett, steppdans og nútímadans svo klukkutímum skiptir á hverjum degi. Hún fer einnig í einkaleikfimistíma og æfir fótbolta,“ sagði ónefndur heimildarmaður við tímaritið National Enquirer.

Suri sótti nýlega Los Angeles' Children's Art Studio með tveimur af sonum Davids og Victoriu Beckham, Romeo sex ára og Cruz fjögurra, því Katie trúir því að það hafi jákvæð áhrif á þroska dóttur sinnar að láta hana umgangast eldri krakka.

„Katie vill umgangast syni Beckham-hjónanna því þeir eru eldri. Hún heldur að Suri muni herma eftir því sem þeir gera og læra þannig hraðar. Tom ætlar líka að skrá Suri á námskeið til að efla tónlistarhæfileika hennar. Píanó- og fiðlutímar eru á dagskránni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar