Reyndi að bjarga Cobain

Kurt Cobain, söngvari Nirvana.
Kurt Cobain, söngvari Nirvana. AP

Michael Stipe, söngvari hljómsveitarinnar R.E.M., hefur upplýst að hann hafi reynt að koma í veg fyrir að Kurt Cobain, söngvari hljómsveitarinnar Nirvana, fremdi sjálfsvíg í upphafi ársins 1994. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Stripe, sem var náinn vinur Cobain, greinir frá því í viðtali á contactmusic.com að Corbain hafi trúað sér fyrir sjálfsvígshugrenningum sinum nokkru áður og að hann hafi reynt að fá hann með sér til Georgíu til að vinna með sér sameiginlegt verkefni.

Með því hafi hann vonast til að ná Corbain út úr þeim myrku hugsunum sem ásóttu hann. Cobain hafnaði boðinu og skaut sjálfan sig til bana í Seattle nokkrum vikum síðar.

„Þegar ég spurði hvort hann vildi koma með mér í hljóðver var hann á barmi sjálfsvígs. Nokkrum vikur síðar skaut hann sjálfan sig,” segir Stiper.

„Boð mitt var tilraun til að fá hann út af heimili hans í Seattle þar sem hann sat og starði út í loftið. Það gekk því miður ekki, sem er mjög sorglegt.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar