Íslandi spáð sæti í úrslitum Eurovision

Jóhanna Guðrún.
Jóhanna Guðrún.

Gestir á árlegum Eurovisionfagnaði í Retro bar í Lundúnum í gærkvöldi töldu ljóst að Jóhanna Guðrún kæmist áfram í úrslit Eurovision söngvakeppninnar í Moskvu í maí. Lag Jóhönnu Guðrúnar, Is It True? var í þriðja sæti þegar atkvæði höfðu verið greidd um lögin 18, sem keppa í fyrri undanúrslitunum 12. maí.

Um 200 Eurovisionaðdáendur komu saman á Retro barnum í miðborg Lundúna í gærkvöldi til að taka þátt í  Douze Points Eurovisionhátíðinni. Þeim var skipt í 18 dómnefndir, eina fyrir hvert land. Engri dómnefnd var leyft að greiða sínu landi atkvæði.

Norðurlöndin njóta greinilega vinsælda meðal gesta Retro barsins því  Waldo's People, fulltrúar Finna, fengu flest atkvæði og   Malena Ernman frá Svíþjóð næst flest. 

Retro bar mun 23. apríl fjalla um lögin 18 sem keppa í síðari undanúrslitunum og úrslitin verða síðan 7. maí.

Heimasíða Retro bar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir