Attenborough vill draga úr fólksfjölgun

David Attenborough sótti Ísland heim fyrir um 5 árum og …
David Attenborough sótti Ísland heim fyrir um 5 árum og hélt fyrirlestur. Óhætt er að segja að það hafi færri komist að en vildu. mbl.is/Sverrir

Breski dýrafræðingurinn og sjónvarpsmaðurinn David Attenborough hefur verið gerður að verndara samtaka sem vilja draga úr fólksfjölgun í heiminum.

Þegar Attenborough gekk til liðs við Optimum Population Trust þá sagði hann að það væri ógnvekjandi hve hratt mannskepnan fjölgar sér.

Hann hefur margoft tjáð sig um málið, þ.e. að mönnum verði að fækka svo vernda megi dýralíf á jörðinni.

Talsmenn samtakanna, sem saka stjórnvöld og samtök græningja um að vilja ekki tjá sig um málið, segjast fagna því að Attenborough hafi viljað ganga til liðs við samtökin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar