Kona á fimmtugsaldri var í dag dæmd í sjö mánaða fangelsi fyrir að senda bandaríska leikaranum David Caruso líflátshótun. Dómstóll í Innsbruck í Austurríki dæmdi konuna. Hún hafði sent Caruso yfir hundrað bréf, m.a. hótunina, vegna þess að hann veitti henni ekki eiginhandaráritun.
Konan mun að öllum líkindum afplána dóminn á geðdeild, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um áfrýjun. Hún var á flótta undan lögreglunni í tíu mánuði, og hélt meðal annars við í Mexíkó, áður en hún gaf sig fram við austurrísk yfirvöld í mars sl.
David Caruso er einna þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum CSI: Miami, þar sem hann túlkar rannsóknarlögreglumanninn og ofurtöffarann Horatio Caine.