Fangelsuð fyrir að hóta Caruso

Bandaríski leikarinn David Caruso í hlutverki Horatio Caine.
Bandaríski leikarinn David Caruso í hlutverki Horatio Caine. mbl.is

Kona á fimmtugsaldri var í dag dæmd í sjö mánaða fangelsi fyrir að senda bandaríska leikaranum David Caruso líflátshótun. Dómstóll í Innsbruck í Austurríki dæmdi konuna. Hún hafði sent Caruso yfir hundrað bréf, m.a. hótunina, vegna þess að hann veitti henni ekki eiginhandaráritun.

Konan mun að öllum líkindum afplána dóminn á geðdeild, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um áfrýjun. Hún var á flótta undan lögreglunni í tíu mánuði, og hélt meðal annars við í Mexíkó, áður en hún gaf sig fram við austurrísk yfirvöld í mars sl.

David Caruso er einna þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum CSI: Miami, þar sem hann túlkar rannsóknarlögreglumanninn og ofurtöffarann Horatio Caine.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir