Hæfileikar leynast víða

Susan Boyle syngur fyrir dómarana.
Susan Boyle syngur fyrir dómarana.

Það er óhætt að segja, að Susan Boyle, 47 ára skosk kona, hafi komið, séð og sigrað þegar hún hóf upp raust sína í sjónvarpsþættinum <i>Bretar hafa hæfileika,</i> sem sýndur er í bresku sjónvarpi. Myndskeið með söng hennar hefur einnig slegið í gegn á YouTube vefnum og hefur á aðra milljón manna skoðað myndskeiðið þar.

Boyle hafði ekki útlitið með sér þegar hún gekk fram fyrir dómarana í þættinum, þau Simon Cowell, Piers Morgan og Amanda Holden, um páskana. Dómunum og áhorfendum var skemmt þegar Boyle virtist ekki muna hvað skoska þorpið, sem hún býr í heitir, og hláturinn magnaðist þegar hún sagðist vilja verða ný Elaine Paige og ætlaði að syngja lagið I dreamed a dream úr söngleiknum Les Miserables.

En þegar Boyle hóf upp raust sína kom annað hljóð í strokkinn því hún reyndist hafa fallega og öfluga söngrödd og flutti lagið, sem er býsna erfitt, með prýði.

Dómaranir voru síðan á einu máli um að Susan Boyle ætti að halda áfram í lokakeppnina. 

Susan Boyle í  Bretar hafa hæfileika

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar