Kunn klámstjarna fannst látin

Marilyn Chambers.
Marilyn Chambers. Reuters

Bandaríska klámstjarnan Marilyn Chambers fannst látin á heimili sínu í Hollywood í nótt. Ekki er ljóst hver dánarorsökin var en lögregla segir að ekki sé talið að lát Chambers, sem var 56 ára að aldri, hafi borið að með voveiflegum hætti. 

Chambers varð ein fyrsta stórstjarna í bandaríska klámmyndaiðnaðnum þegar hún lék í myndinni  Behind the Green Door árið 1972. Sú mynd var fyrsta klámmyndin sem sýnd var í kvikmyndahúsum víðsvegar um Bandaríkin. Myndin batt hins vegar enda á feril Chambers sem fyrirsætu en hún hafði m.a. prýtt umbúðir þvottaefnisins Ivory Snow, sem Procter and Gamble framleiddi.

Chambers hélt áfram að leika fram á sextugsaldur. Hún tók einnig þátt í stjórnmálum og bauð sig fram sem varaforsetaefni jaðarflokks í forsetakosningunum 2004 en fékk aðeins 946 atkvæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir