Skilnaðurinn gæti kostað Gibson 60 milljarða króna

Mel Gibson
Mel Gibson Reuters

Skilnaður Mel Gibson og eiginkonu hans til 28 ára, Robyn Gibson, gæti kostað leikarann 320 milljónir punda, 60 milljarða króna, samkvæmt frétt Telegraph í dag. Robyn Gibson óskaði eftir skilnaði við eiginmanninn í Los Angeles í gær en þau gengu í hjónaband árið 1980. Segir Robyn að ástæða skilnaðarbeiðninnar sé óásættanlegur ágreiningur þeirra hjóna.

Einungis nokkrar vikur eru liðnar síðan náðist mynd af leikaranum faðma dökkhærða konu á strönd á Kosta Ríka. Orðrómur hefur verið uppi um að konan sé rússneski tónlistarmaðurinn Oksana, sem sást yfirgefa bústað leikarans þegar tökur stóðu yfir á kvikmyndinni The Edge of Darkness í Boston í ágúst á síðasta ári.

Auðævi Gibson eru metin á 640 milljónir punda og samkvæmt lögum Kaliforníuríkis á maki heimtingu á helmingi eigna við skilnað.

Robyn Gibson fer fram á forræði yfir yngsta barni þeirra hjóna, Tom, sem verður tíu ára gamall í apríl. Sex af börnum þeirra hjóna eru uppkomin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir