...þegar Laufin vakna

Leaves.
Leaves.

Hljómsveitin Leaves, sem gefur út langþráða þriðju breiðskífu sína þann 11. maí næstkomandi, heldur stórtónleika á Sódómu Reykjavík í kvöld. Verða þetta fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar í eitt og hálft ár en síðast lék hún á Airwaves 2007.

Hljómsveitin mun leika efni af nýju plötunni, We are Shadows, sem og eldra efni. Titillag plötunnar streymir nú um opinbert myspace setur sveitarinnar og nýtt lag, „Aeronaut“ er farið að heyrast á útvarpsstöðvum landsins. We are Shadows er nú búinn að vera í burðarliðnum í um fjögur ár og fagna allir góðir menn að lokahnútur hafi verið bundinn á, enda Leaves með helstu mektarsveitum landsins og þótt víðar væri leitað.

Hljómsveitin Króna með Bigga í Maus í fararbroddi mun einnig koma fram. Tónleikarnir hefjast upp úr kl. 21 og kostar aðeins 500 kr. inn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar