Býðst til að kyssa Susan

Susan Boyle syngur fyrir dómarana.
Susan Boyle syngur fyrir dómarana.

Piers Morgan, einn dómaranna þriggja í sjónvarpsþættinum Bretar hafa hæfileika, bauðst í dag til að kyssa Susan Boyle, 47 ára gamla skoska konu sem slegið hefur í gegn eftir hún kom fram í þættinum. Susan sagði, þegar hún kom fyrir dómarana, að hún væri piparmey og hefði aldrei verið kysst.

Talið er að nærri 20 milljónir manna hafi skoðað myndskeið á YouTube þar sem Susan Boyle syngur  lagið I Dreamed A Dream úr söngleiknum Les Miserables og kom dómurunum gersamlega í opna skjöldu. 

Piers Morgan, sem er fyrrum götublaðaritstjóri en er nú sjónvarpsstjarna fyrir dómarastörf í sjónvarpsþáttum í Bretlandi og Bandaríkjunum, hefur sett myndskeið inn á heimasíðu sína þar sem hann segist vilja bjóða Susan út að borða... „á afar rómantískum veitingastað, með rósum, dýru víni og glæsilegum þjónum og gefa henni þar kost á að bæta úr kossaskortinum. Svo, Susan, ef þú sérð þér þetta fært þá er ég tilbúinn," segir Morgan.

Fjallað hefur verið um Susan Boyle  í fjölmiðlum um allan heim. Fréttir herma, að bandaríska leikkonan Demi Moore hafi tárast þegar hún horfði á myndskeiðið. 

Susan Boyle í  Bretar hafa hæfileika

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan