Oprah býður Susan Boyle í þátt sinn

Susan Boyle syngur fyrir dómarana.
Susan Boyle syngur fyrir dómarana.

Skoska áhugasöngkonan Susan Boyle hefur heldur betur slegið í gegn eftir að hún kom fram í sjónvarpsþættinum Bretar hafa hæfileika um páskana. 19 milljónir manna hafa nú horft á myndskeið með söng Boyle og bandaríska sjónvarpskonan Oprah Winfrey hefur boðið henni í þátt sinn.

Susan Boyle, sem býr með kettinum Pebbles í raðhúsi í Skotlandi, kom Simon Cowell og öðrum dómurum í sjónvarpsþættinum í opna skjöldu þegar hún hóf upp raust sína og reyndist hafa söngrödd á heimsmælikvarða.

Boyle, sem er 47 ára, hefur hins vegar útlitið ekki með sér og sagði raunar í þættinum, að hún hefði aldrei verið kysst. Áhorfendur og dómarar hlógu líka, þegar hún sagðist vilja verða önnur Elaine Page, en sá hlátur þagnaði fljótt.

Vinir og nágrannar Boyle í Blackburn, skammt frá Edinborg, segja að alltaf hafi verið ljóst að hún myndi á endanum slá í gegn. Boyle hefur verið fastur karaoke-söngvari á Happy Vakkey hótelinu lengi. 

Boyle segist hins vegar sjálf ekki vita hvaðan á hana stendur veðrið. „Ég gerði aldrei ráð fyrir þessari vitleysu. Ég steig bara upp á sviðið og lét þá rakka mig niður," sagði hún við AP fréttastofuna.

Susan Boyle í  Bretar hafa hæfileika

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka